FJÁRHÚSIÐ
FJÁRHÚSIÐ
Það er dásamlegt að koma í alvöru íslenska sveit og upplifa nálægð við dýr og menn og stórkostlega náttúru.
Fjárhúsið og hesthúsið okkar tengjast með nýja samkomuhúsinu á Myrkholti, sem hýsir ullarmarkaðinn. Þar er hægt að fá kaffi og meððí. Þá bjóðum við mjög góða salernisaðstöðu. Aðgangseyrir er 500,- kr. og kaffið er innifalið.
Kindurnar í fjárhúsinu eru yfir 30 talsins. Íslenska sauðféð er rólegt og viðráðanlegt kyn. Það er samt fjörugt og spretthart, sjálfstætt og stundum ljónstyggt… sem sagt stórskemmtilegt. Hjá okkur má koma og spjalla við þessa stórgáfuðu, trygglyndu skepnu sem gefur okkur ullina. Það má líka klappa, eða bara horfa. Kindurnar eru á húsi frá því í október og fram í júní, en hundarnir tveir, Lappi og Píla, eru oftast heima.
Grána, Spræka, Gríma, Rösk,
Grábotna og Móra.
Krúna, Gæfa, Kola, Vösk,
Krókur, Móri, Nóra.
HESTAFERÐIR

HESTAFERÐIR
Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, hesthús og heysala. Við bjóðum gestum okkar upp á fjölbreyttar hestaferðir fyrir byrjendur sem og reynda knapa. Allir munu finna eitthvað við sitt hæfi, enda erum við með yfir 70 hesta. Við bjóðum upp á stuttar ferðir eða lengri dagsferðir, allt eftir óskum gesta okkar sem munu eignast vin í íslenska hestinum hjá okkur hjá Gljásteini. Svo má líka bara koma til að klappa.
Þetta hestakyn íslenska landnámsmannsins er einstakt. Hann er gáfaður, lundgóður, fjölhæfur og harðgerður. Íslenski hesturinn er okkar ástríða.
Vissir þú að hestar geta sofið standandi?
GISTINGIN
GISTINGIN
Gljásteinn býður upp á gistingu í fallegum fjallaskálum allt frá Gullfossi og Geysi og inn á Kjöl. Skálarnir eru frábærir gististaðir fyrir stóra sem litla hópa í hvers kyns ferðum á þessu vinsæla svæði á hálendi Íslands.
Kjölur og svæðið þar í kring er náttúruperla sem hefur að geyma fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir, fallega reiðstíga og þjóðsöguna um Reynistaðabræður og ferð þeirra um Kjalveg hinn forna. Á þessu svæði mætast nútíminn með öllum sínum þægindum og sögur af álfum, draugum og Íslendingasagnahetjum.

ULLARMARKAÐURINN

ULLARMARKAÐURINN
Á ullarmarkaðinum má finna vörur, unnar úr ullinni af okkar eigin kindum, handprónaðar af Vilborgu, ættmóðurinni sjálfri. Vilborg prjónar líka eftir pöntun. Það má setjast niður með frúnni á bænum, fá sér kaffisopa, velja snið og mynstur og fá á sig sérprjónaða flík. Í netverslun okkar má líta prjónið hennar Vilborgar og annan varning sem tengist íslenski menningu.
Vissir þú að íslenska lopapeysan er jafn gömul íslenska lýðveldinu?
KAFFIHÚSIÐ ÁRBÚÐUM
KAFFIHÚSIÐ ÁRBÚÐUM
Kaffihúsið í Árbúðum er opnað þegar kjalvegur er opnaður á vorin og er það yfirleittum 10 – 15 júní og er opið fram í byrjun september.
Þar er veitingasla. Við bjóðum upp á súpu og brauð, samlokur, hjónabandssælu, kökur, kleinur, ástarpunga og ýmislegt annað góðgæti. Til að svala þorstanum geta gestir fengið sér gos, safa, te, léttvín og bjór, nú eða bara gamla góða kaffisopann.
Á kaffihúsinu í Árbúðum býðst ferðalöngum að versla ýmsa nauðsynjavöru, eins og tannbursta og tannkrem og aðra hreinlætisvöru sem stundum vill gleymast heima. Þá erum við með gott úrval að handprjónuðum ullarvörum.