UM OKKUR
UM OKKUR
Gljásteinn er fjölskyldurekið fyrirtæki í ferðaþjónustu. Að Gljásteini standa hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson og afkomendur. Loftur er fæddur á staðnum, einn af 16 systkynum en Vilborg var send hingað í sveit og má segja að hún hafi ekki snúið aftur síðan. Tveir synir þeirra, Gústaf og Ólafur Bjarni ásamt tengdadótturinni Jónínu Lóu og öllum barnabörnunum vinna á staðnum, milli annarra verkefna.
Gljásteinn leggur áherslu á sanna íslenska stemmningu, persónulega þjónustu og sérlega góða aðstöðu í frábæru umhverfi, á sanngjörnu verði.
Gljásteinn býður upp á gistingu í fjórum fallegum fjallaskálum allt frá Gullfossi og Geysi og inn á Kjöl. Skálarnir eru frábærir gististaðir fyrir stóra sem litla hópa í hvers kyns ferðum á þessu vinsæla svæði á hálendi Íslands. Kjölur og svæðið þar í kring er náttúruperla sem hefur að geyma fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir og fallega reiðstíga.
Á Myrkholti starfrækjum við hestaleigu og bjóðum gestum okkar að komast í nálægð við dýrin okkar. Þar er einnig ullarverkstæði, veitingasala og úrvals salernisaðstaða.
Kaffihúsið Árbúðum er opið á sama tíma og Kjalvegur er opinn. Þar er boðið upp á mat og drykk, ullarvarning og hreinlætisvörur.
Verið velkomin.
