

STÓRI SKÁLI MYRKHOLTI
STÓRI SKÁLI MYRKHOLTI
Gisting fyrir 32 manns
Á Myrkholti, milli Gullfoss og Geysis er Skálinn, nýr gistiskáli í alfaraleið. Skálinn rúmar 32 í gistingu í átta fjögurra manna herbergjum. Í Skálanum er fullbúið eldhús, snyrti- og baðaðstaða, borðstofa og setustofa.
Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og hesthús. Bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir. Í nágrenni Skálans eru fallegar göngu- og reiðleiðir, til dæmis að Gullfossi, Geysi, um Brúarhlöð við Hvítá og um Haukadalsskóg. Skálinn á Myrkholti stendur í hálendisbrúninni. Þar er frábært útsýni á mörkum byggðar og óbyggða, kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta fjallalofts á inniskónum.
SKOÐA STAÐSETNINGU Á KORTI
VERÐSKRÁ
Gisting: 7.000 kr.
Börn: 4.000 kr.
Hestur í girðingu: 550 kr.
LITLI SKÁLI MYRKHOLTI
LITLI SKÁLI MYRKHOLTI
Gisting fyrir 8 manns
Á Myrkholti erum við með tvö hús annað er 70 m2.
Þar eru 3 svefnherbergi. Eitt með tvíbreyðu rúmi og tvö herbergi 3 manna.
Það er hægt að leigja þetta hús með eða án sængurfatnaðar. Rúmgott baðherbergi og eldhús og borðstofa.
WI-FI er í húsinu. Útsýni úr húsinu er yfir hverasvæðið á Geysi og sést vel þegar Strokkur gýs.
SKOÐA STAÐSETNINGU Á KORTI
VERÐSKRÁ
Gisting: 7.000 kr.
Börn: 4.000 kr.
Hestur í gerði: 100 kr.
Heyrúlla: 22.000