STÓRI SKÁLI MYRKHOLTI
STÓRI SKÁLI MYRKHOLTI
Gisting fyrir 32 manns
Á Myrkholti, milli Gullfoss og Geysis er Skálinn, nýr gistiskáli í alfaraleið. Skálinn rúmar 32 í gistingu í átta fjögurra manna herbergjum. Í Skálanum er fullbúið eldhús, snyrti- og baðaðstaða, borðstofa og setustofa.
Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og hesthús. Bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir. Í nágrenni Skálans eru fallegar göngu- og reiðleiðir, til dæmis að Gullfossi, Geysi, um Brúarhlöð við Hvítá og um Haukadalsskóg. Skálinn á Myrkholti stendur í hálendisbrúninni. Þar er frábært útsýni á mörkum byggðar og óbyggða, kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta fjallalofts á inniskónum.
SKOÐA STAÐSETNINGU Á KORTI
VERÐSKRÁ
Gisting: 5.000 kr.
Börn: 2.500 kr.
Hestur í girðingu: 550 kr.
LITLI SKÁLI MYRKHOLTI
LITLI SKÁLI MYRKHOLTI
Gisting fyrir 8 manns
Á Myrkholti erum við með tvö hús annað er 70 m2.
Þar eru 3 svefnherbergi. Eitt með tvíbreyðu rúmi og tvö herbergi 3 manna.
Það er hægt að leigja þetta hús með eða án sængurfatnaðar. Rúmgott baðherbergi og eldhús og borðstofa.
WI-FI er í húsinu. Útsýni úr húsinu er yfir hverasvæðið á Geysi og sést vel þegar Strokkur gýs.
SKOÐA STAÐSETNINGU Á KORTI
VERÐSKRÁ
Gisting: 5.000 kr.
Börn: 2.500 kr.
Hestur í gerði: 80 kr.
Heyrúlla: 17.500
ÁRBÚÐIR
ÁRBÚÐIR
Gisting fyrir 30 manns
Árbúðir eru skáli við Kjalveg.
Húsið í Árbúðum rúmar 30 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar, vatnssalerni og sturta. Í Árbúðum er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús.
Árbúðir standa við Svartártorfur á bökkum Svartár. Sauðfé á þar sumarhaga og friðsælt er að fá sér göngu með Svartánni. Frá Árbúðum er stutt í Hvítárnes, sem er náttúruperla og sögustaður.
SKOÐA STAÐSETNINGU Á KORTI
- Kaffihús
- Bjór og léttvín
- Seldar heimaunnar ullarvörur
- Ýmsar hreinlætisvörur til sölu
VERÐSKRÁ
Gisting: 5.000 kr.
Börn: 2.500 kr.
Hestur í gerði: 80 kr.
Heyrúlla: 17.500 kr.
FREMSTAVER
FREMSTAVER
Gisting fyrir 25 manns
Skálinn í Fremstaveri er notalegt hús sunnan undir Bláfelli. Fremstavershúsið rúmar 25 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar og vatnssalerni. Aðstaða fyrir hross eru hestagerði og heysala.
Í Fremstaveri er veðursælt og gott að vera. Allt umhverfi Bláfells er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Suð-vestanvert við Bláfell eru Hellrar og Kór, áhugaverðir staðir, en austan við Bláfell rennur Hvítá í gljúfrum og bugum sem gaman er að skoða. Að ganga á Bláfell í björtu veðri er einstök upplifun, því af fjallinu er útsýni vítt um land.
Um aldamótin 1000 bjó Bergþór risi í Bláfelli. Hann skildi eftir sig auðæfi í helli sínum. Sjóður Berþórs er ófundinn þó margir vildu finna. Líklega finnst hellir Berþórs þó aðeins sé hans leitað með réttu hugarfari. Ef til vill hefur einhver nú á dögum öðlast þá auðmýkt og lífvisku sem þarf til að finna fjársjóðinn í Bláfelli, sem hefur verið týndur í þúsund ár.
VERÐSKRÁ
Gisting: 5.000 kr.
Börn: 2.500 kr.
Hestur í gerði: 80 kr.
Heyrúlla: 17.500
GÍSLASKÁLI
GÍSLASKÁLI
Gisting fyrir 45-50 manns
Gíslaskáli rúmar 45-50 manns til gistingar í sex herbergjum. Aðstaða til matseldar er mjög góð. Húsið hefur bjarta og rúmgóða borðstofu, tvær setustofur, vatnssalerni og sturtu. Rafstöð er á staðnum og skálinn er allur rafvæddur, með ljósum og kyndingu.
Í Svartárbotnum er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús með góðri reiðtygjageymslu.
Gíslaskáli er í einstaklega fallegu, ósnortnu umhverfi í jaðri Kjalhrauns. Þar eru upptök Svartár, sem er kristaltær bergvatnsá. Henni má fylgja allt niður í Árbúðir, hvort sem er gangandi eða ríðandi. Fjallið Kjalfell er í göngufæri frá Svartárbotnum en það stendur í miðju Kjalhrauni og er náttúruperla.
Í Kjalhrauni eru slóðir Reynistaðabræðra. Frá Gíslaskála er stutt í Gránunes og gömlu vörðuðu leiðina að Beinhól og Grettishelli má ganga á einum degi fram og til baka. Nokkuð austan við Svartárbotna rennur Jökulfallið í miklum gljúfrum. Þar er merkt gönguleið.
Fyrir þá sem eru á bíl er stutt að Hveravöllum og í Kerlingarfjöll.
Gíslaskáli býður fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðamenn á reginfjöllum. Tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru og öræfakyrrðar á hálendi Íslands.
SKOÐA STAÐSETNINGU Á KORTI
VERÐSKRÁ
Gisting: 5.000 kr.
Börn: 2.500 kr.
Hestur í gerði: 80 kr.
Heyrúlla: 17.500